0

hittoþetta

Posted December 20th, 2005. Filed under Uncategorized
 1. Ég er latur
 2. Þó haloscan segi annað (0) þá eru komment við gamlar færslur enn á sínum stað fyrir þá sem hafa borgað
 3. 3-1 er ásættanlegur sigur á Börmíngam.
 4. Minntist ég á leti?
 5. Jólaóróarnir eru komnir upp. Allir tíu sem ég á. Hanga í hjólunum í stórisarásinni. Snilld
 6. Er búinn að kaupa allt með aðalréttinum á jóladag, en ekki hangikjötið sjálft.
 7. Er búinn að ákveða for- og eftirrétt.
 8. Er latur
 9. Held ég sleppi jólatré.
 10. Smbr 2,þá finn ég ekki risarækju- og hörpuskelsforréttinn sem ég held ég hafi séð Nönnu setja í eigið komment. Ekki fara að leita samt, ég fann annan betrijafngóðan.
 11. Ég var að skrifa á þrjú jólakort. Kannske tvö í viðbót
 12. Það voru litlujól í vinnunni í gær. Ég gaf 50s auglýsingabók frá Taschen og fékk útvarp í sturtuna/baðherbergið. Mér finnst nógu ógrannalegt að fara í bað eða sturtu kl 6 á morgnana þó ég hafi ekki útvarp á líka. En þetta er fínt hér í tölvuherbergið
 13. Þangað til núna! Feliz neitakk navidad…

Er þetta ekki fínt í bili?
Freyzi! Settu upp kommentakerfi!

Leave a Comment