1

Nöldur

Posted December 10th, 2005. Filed under Uncategorized

Tók mér frí seinnipartinn á fimmtudaginn og í gær. Ætla ekki að gera neitt það í dag sem ég ætti annars að gera.
Nema að fara á jólahlaðborð í kvöld. Ætla að vera stilltur og fara snemma. Ekki heldur það sem ég myndi undir eðlilegum kringumstæðum gera.
Öldungis ójólalegt hér í íbúðinni. Er einhver jólaóð(ur) lesandi sem vantar skreytiútrás?

One Response so far

  1. Markús says:

    Gerðu eins og ég. Set báða sjöarma kertaljósastjakana út í glugga sem snúa að götunni og hengi jólaseríuna upp í stofugluggann. Svo stilli ég pínulitla gervijólatrénu mínu upp á stofuborðinu (25 cm hátt). Maður er eldfljótur að þessu 🙂
    Well, önnur til þriðju hver jól kaupi ég mér að vísu lítið jólatré til að stilla upp á borðið. Svona 120 cm hátt, mátuleg fyrir jólabjölluljósin hennar langömmu 🙂

Leave a Comment