Úffffff

Posted October 7th, 2005. Filed under Uncategorized

Fimmti morguninn í röð í ræktinni. Ef ég fer á morgun líka þá er ég búinn að vinna mér inn leyfi til að að fara ekki á bílnum í kveðjupartíið til Markúsar Pólusar á morgun. Fer þó eftir stöðunni á eftir.
Þessi í kvöld ásamt vinnufélögum. Þættirnir eru geðveikt fyndnir. Bókstaflega, því sem næst. Jónas Sen (er hann ekki músíser??) gaf þessu eina stjörnu í Mogga í gær. Blæs á það! Are you local?!?

Barastaekkert

Posted October 5th, 2005. Filed under Uncategorized

Ég hef ekkert að segja. Held bara út minn bíafrakúr og mæti næstum daglega í ræktina. Djös rugl. Endorfín er gott dóp. Í kvöld verð ég að reyna að mæta í ítölsku og vaka vel framyfir venjulegan háttatíma. Hef nátt’lega ekkert lært heima.
Er búinn að lesa nýja Pratchettinn (‘Thud!’) og kláraði doðrantinn Jonathan Strange & Mr. Norrell (eitt sem ég hef gaman að, ég handskrifa ampersand alltaf eins og et, ekki eins og hann er í flestum fontum, nördismi…). Núna er ég að reyna að lesa System of the World. Það gengur hægt.
Ég sór þess eið að falla ekki fyrir súdókú. Je. Ræt. Og nú er Mogginn kominn með alvöru stigsmunsgátur. Best að fara að reyna við þá erfiðu…

Brandari dagsins

Posted October 2nd, 2005. Filed under Uncategorized

“Newcastle will offer £5m and Lee Bowyer to land Alan Smith from Manchester United. (News of the World)”
Af slúðurpakka dagsins á bbc. Ég þurfti að þvo skjáinn…

Eldamennska

Posted October 2nd, 2005. Filed under Uncategorized

Eldaði fyrir sjálfan í fyrsta skipti í sex vikur. Keypti grillpönnu í gær (bara svona non-stick, ekki steypujárns), henti á hana tveim kjúklingabringum, steikti í 10mín, í ofn í 10 og henti svo engifer, hvítlauk og appelsínugulri papriku á. Sauð sma af hýðishrísgrjónum með, smá soja og ostrusósa til að krydda og blandað salat. Engin olía.
Þetta var bara sælgæti!
Önnur bringan er afgangs, hún verður í matinn út vikuna 😀