4
Er lengi búinn að gæla við að endurhanna Bjarnarhýðið og endurskrifa eitthvað af dótinu þar. Ætlaði að setja upp flott css og þess háttar. Gafst upp í gær á frumleika og ákvað bara að nýta mér Mr Moto Rising sem ég er með hér á blogginu. Potaði samt soltið rækilega í hönnunina og breytti aðeins, og tók síðan linkana mína í gegn, bætti við linkum á mínar síður og slatta af bloggurum. Núna er hýðið næstum eins í útliti og bloggið og lítur næstum út eins og þetta sé fullkomlega sami vefurinn. Ég endurskrifaði forsíðuna og sumar undirsíðuna.
Svo tók ég í gegn leslistann minn og setti inn það sem er í bunkanum, og slatta af því sem ég hef lesið síðan ég uppfærði síðast fyrir tveim árum.
Mér finnst þetta allt frekar flott 😀
Kíkti á Bjarnarhýðið og sá að þú kvartar undan að Bjarni og Cliff séu RSS lausir, það er misskilningur. Amk birtast færslunar í Bloglines hjá mér í gegnum slóðina
http://www.fiski.net/~bjarni/blog/index.rdf
Brilljant!
Bloglines fann þetta ekki átómatískt og ég fór ekki í leit. Leiðrétti þetta snimmendis.
Til hamingju með nýju síðuna þína.
*****
Kveðja
Birnan
Blah!