6

Þyngdarblogg pt II

Posted October 29th, 2005. Filed under Uncategorized

Fyrri hluti hér og af því blogger vill ekki leyfa mér löng blogg, kemur niðurlagið hér:
Niðurstaðan hjá mér varð þessi:
Sem sé ef einhver ætti að spyrja mig hvernig á að grennast myndi ég segja, án ábyrgðar auðvitað:

 • Borðið færri kaloríur en þið brennið.
 • Viktið ykkur á hverjum degi, á sama tíma, og fitumælið helst líka. Þetta er það eina sem ég sé að hjá DDV.
 • Mælið trendið, þróunina. Trend gildi í dag = (trendgildi í gær sinnum 0,9) plús (þyngd í dag sinnum 0,1). Fyrsta gildið er bara núþyngd. Sjá Hacker’s Diet. Trendið sýnir árangurinn betur og er mikilvægt aðhaldstæki þegar í viðhaldsfasann er komið.
 • Skyr er gott. En ekki ef það er með viðbættum sykri
 • Gulrætur og smátómatar eru gott snakk. En athugið að ástæðan fyrir því smágulrætur eru sætar á bragðið, er, tja, sykur. Ekki of mikið. Og mér skilst að fjórir stórir tómatar sé hámark á dag.
 • Róleg og löng æfing getur skila meiru en gargandi átök. Sér í lagi er auðveldara að gefast upp á því síðarnefnda. Mælið kaloríubrunann.
 • Æfing gerir ykkur svöng. Ef markmiðið er fyrst og fremst fitubrennsla er æfing sem brennir 500 kkal gagnslítil ef á eftir er tekin auka neysla upp á 600 kkal. Passa það.
 • Þetta er ekki flókið. Þetta er bara erfitt.
 • Og ein hér að lokum sem ég hef sjálfur getað fylgt en er helv erfitt: Það er allt í lagi að fara svangur að sofa.

6 Responses so far

 1. Hildigunnur says:

  the no nonsens approach 😆
  þetta er náttúrlega alveg hreina satt. Ég hreinsaði af mér 16 kíló fyrir þremur árum – nei, að verða fjórum. Svo er þetta með að halda þeim af, það er síðan enn erfiðara (hmm, 10 komin aftur…)

 2. Þar er daglega viktunin sterk. Hakkera dæettinn hnykkir rosalega á því að maður noti það til að regúlera það sem líkaminn sér ekki um sjálfur. Nú er bara að fara eftir því 😀

 3. Súper S says:

  Sæll og takk fyrir komment, btw. ertu ekki að æfa í nordica? fannst ég hafa séð þig þar…
  Ekki sammála með daglega vigtun, vikuleg finnst mér nóg annars er hætta á því að lífið snúist um vigtun. Hef svo oft séð konur í kring um mig alveg á límingunum út af því að þær eru þyngri einn daginn umfram annann.

 4. Jújú, er þar, þú fyrirgefur þó ég hafi ekki þekkt þig 😀
  Það er örugglega rétt, það fer eftir persónum hvort maður þolir daglega viktun og það er líklega ekki gott svona í byrjun á risaátaki.
  En ég held að málið sé að læra á trendið og einmitt panikkera ekki þó það hoppi upp og niður, þú sérð einmitt grafið mitt hérn á síðunni minni, það eru nokkur dugleg hopp, maður fer oft kíló upp eða niður, sem mér finnst einmitt ekki marktækt í svona vikumælingum, gæti verið að raunmissir sé annaðhvort 2 kíló eða ekkert.
  Síðan þegar kemur að viðhaldsfasanum, þá er einmitt hættumerki ef maður er kominn (mikið) yfir trendið, en þá er vonandi heilsubúskapurinn allur betri og auðveldara að gíra niður í 2-4 daga til að vinna á móti, og spá hvað er að draga mann upp.

 5. Súper S says:

  Tíhí, svo sem ekki hissa á því að þú hafi ekki þekkt mig 🙂
  Finnst það áhugaverð pæling að nota daglega vigtun þegar í viðhald er komið, heldur manni við efnið, ætla sko að spá í það mál þegar þar að kemur. Hvar fékkstu þetta fína grafík-dæmi?

 6. Bara Excel. Held utan um daglega þyngd og fitu% og reikna trendið (afrita svo grafið yfir í teikniforrit til að fá .jpg mynd).

Leave a Comment