4

Böh

Posted October 25th, 2005. Filed under Uncategorized

Andlaus og þreyttur.
64 tímar eftir af átakinu. Þetta er að hafast. Það er vonandi að bounce-backið verði ekki skelfilegt, má ekki missa mig. Beitti sjálfan mig hörku í Nóatúni áðan.
Það var gúllassúpa í hádeginu, mjög góð, haugur af grænmeti með. Fékk mér síldarbita og ögn af lifrarkæfu. Mikið ofboðslega var það mikil bragðsprengja. Held að bragðlaukarnir séu vel úthvíldir eftir þessa 10 vikna törn.
Er að sníkjublogga smá í kommentakerfinu hjá Halli. Ég er að reyna að skilja sjálfan mig, afhverju mér finnst sjálfsagt að barna-, unglinga-, framhalds og jafnvel háskólar séu ókeypis en en ekki leikskólar.
Kannske af því að það er auðveldara fyrir foreldri að vera heima og sinna starfi fóstru (sem er óendanlegra fallegra nafn en leikskólakennari) en starfi kennara í hinum skólunum. Og samt er heimakennsla að vinna á erlendis.
Auðvitað hefur þetta líka með barnleysi mitt að gera.

4 Responses so far

  1. Hallur says:

    Rimman verður líklega aldrei til lykta leidd 😉

  2. Nei, döh. Vorum við að reyna að vinna?
    Daginn sem ég sannfæri einhvern um eitthvað í pólitík…
    En það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum og nauðsynlegt að skilja önnur sjónarmið þó maður sé ekki sammála þeim.

Leave a Comment