3

Schkollinn.

Posted October 8th, 2005. Filed under Uncategorized

Ansvítans ökklinn. Er draghaltur en hélt þó út hálftímann á brettinu. Þetta eru einhver eymsl sem ég hef áður fengið. Vonum það besta og bryð liðamín.
Myndin í gær var bara þokkaleg. Ekki þó fyrir aðra en þá sem hafa séð þættina. Tjarnarbíó er upplifun. Verð að segja að ég heyrði ekki orðaskil í sirka helmingum. En fannst bara gaman.
Kvöldið verður gott, ætla aðeins að gleyma aðhaldinu.

3 Responses so far

  1. Kanzlarinn says:

    Það er nú í lagi að leyfa sér smá um helgar. Ekki samt detta í Snickersfyllerí, verður lengi að vinna það upp. Nú verður keellinn bara að massa sig upp, skera svo niður, ná sér í gott base tan og fá sér Impresu með spoiler!

  2. Og hugsa mér gott til glóðarinnar að leita ráða hjá Selfyssningnum-í-anda sem situr andspænis mér í vinnunni! Ég sé þú kannt þetta allt!

  3. Hildigunnur says:

    nú, ert þú líka með öklameiðsl? ég sé hreint ekki fram á að komast neitt í ræktina í þessari viku, þakka fyrir ef ég verð orðin góð í næstu. Síðast þegar ég tognaði var ég 6 vikur að ná mér, þetta er reyndar ekki alveg eins slæmt…

Leave a Comment