3

Menning og menn

Posted September 22nd, 2005. Filed under Uncategorized

Það er aðall í Bandaríkjunum. Og sumir eru flottari en aðrir. Gore Vidal. Með merkilegri viðtölum sem ég hef lesið.
Og með tónhöllina, 12jarðar eða ekki, ég fæ ekki betur séð en opinbert framlag í húsið sé 600 millur á ári. Reyndar í einhver 30 ár. Eða er ég að misskilja?
Ég held að ég geti best skilið pirring tónlistarmafíunnar út í ráðstefnupakkið með því að yfirfæra það yfir á Laugardalsvöll, fótbolti vs frjálsar. Munurinn er sá að það munu einhverjir mæta á ráðstefnurnar!
Var í jarðarför móðurbróður míns í dag. Rafvirki sem vann vel á níræðisaldur og hætti ekki alveg fyrr en elliglöpin gripu hann. Alltaf mikill töggur í karli. Einhver mesti hlutasafnari sem ég veit um, það tók 3 mánuði að tæma íbúðina hans eftir að hann flutti á elliheimili, en ekki dettur mér í hug að kalla það drasl. Ég á sjálfur of mikið af fótboltablöðum til þess (2000+ talsins). Veit að ákveðið safn tengt atvinnu hans hafi notið að hluta góðs af söfnunaráráttunni.
Í erfisdrykkjunni skaut annar frændi minn fram góðri hugmynd, hvers vegna ekki hafa kasínó á efstu hæðinni í tónhöllinni? Það sem Mónakó getur…
Og talandi um það, er ég farinn út…

3 Responses so far

 1. Hildigunnur says:

  mætti svo sem alveg fyrir mér, bara ef það væri tryggt að það heyrðist ekkert á milli. En ég held að það þyrfti víst að breyta landslögum fyrst…

 2. Gill Hawks says:

  Hélt þú værir núvirðingarsérfræðingur Bjössi!

 3. hrmph.
  Enda setti ég þetta upp í gærmorgun. 12 jardar sléttir, 35 ár af 600millum, á 3,5%. Tilviljun?
  En þá á eftir að reka þetta.
  Ég er ekki enn búinn að fá á hreint hvort ríkið borgar eitthvað af stofnkostnaði. Það er eins og það sé smáatriði í þessum fréttaflutningi.

Leave a Comment