3

Kafli III

Posted May 22nd, 2005. Filed under Uncategorized

Var svo sniðugur að tékka á netinu á síðustu stundu í gærmorgun og komast að því að bara 3 barir í bænum sýndu leikinn, með 20 dollara aðgangi. Tók taxa upp í Height og horfði á þjófnaðinn.
Síðan fór ég yfir flóann, rölti um Berkeley áður en við komum aftur hingað og fórum á Kafla III.
Án þess að vera með spoilera er nóg að segja að mér fannst hún bara meiri háttar. Mun betri en I og II og líka betri en RotJ. Það er ekkert flóknara.
Létum eftir okkur að fara á hana í IMAX salnum. Jújú. RISAstórt tjald, en það var oft sem myndin á tjaldinu væri með skekkjum… skrýtið. Og hljóðið SÖKKAÐI feitt. Þarf þ.a.l. að fara á hana aftur. Ætli hún sé ekki sýnd í Kringlubíó?

3 Responses so far

  1. Hildigunnur says:

    formúlan fór vel… 😉

  2. Mrs Taylor says:

    Duran Duran miðarnir eru komnir í hús!
    Góða ferð heim Snúður!

Leave a Comment