5

Tosca

Posted March 7th, 2005. Filed under Uncategorized

Tosca var voða fín, allir sungu geysivel, en verð að viðurkenna að mér fannst Ólafur Kjartan og Jóhann Friðgeir ekki alveg nógu kraftmiklir, sér í lagi ekki þegar þeir voru að syngja á móti Elínu Ósk. En það er ekki einsog ég hafi vit á þessu.

5 Responses so far

 1. Þórmundur says:

  Mér fannst Tosca líka mjög fín! Varstu kannski líka á sýningunni í gær? Merkilegt að við skyldum ekki rekast hvor á annan.

 2. Hildigunnur says:

  ég spilaði í Toscu í Þjóðleikhúsinu, var það ekki 1997 frekar en 1996? Elín Ósk var þá að syngja á móti Kidda Jó.
  Trúi því annars varla að Jói Friðgeir hafi ekki rödd á móti Elínu. Hlýtur að vera kvefaður eða ikkva. Svaka rödd í drengnum þegar hann leggur sig fram.

 3. ’86, ekki satt?
  Jóhann hefur kannske lesið bloggið hennar systur þinnar, þetta með suðið fyrir eyrunum þegar skrúfað er upp. En ég ítreka að ég hef ekki vit á’ssu.
  (Ég fór á föstudaginn)

 4. Hildigunnur says:

  æi, ég meinti 86 eða 7, auðvitað! Og getur vel passað að það hafi verið 86. Um haustið var það, amk. Annar tveggja hápunkta á mínum fiðluleikaraferli 🙂

 5. ’86 sagði prógrammið frá á föstudaginn. Annað veit ég ekki.

Leave a Comment