0

Ljós leitt

Posted February 11th, 2005. Filed under Uncategorized

Ég er búinn að vera að væla, ekki mikið þó, undan því að hafa ekki breiðband og það sé ekki á döfinni hér í Foxvojinum. Enda ekki nema von því hér verður kominn ljósleiðari í öll hús í haust.
Þá kemst ég í gagnvirkt samband við umheiminn! Og get væntanlega farið að skrifa inn á netið og soleis.
Kúl.
Kannske þeir rífi upp nóg að götum og stéttum til að við getum látið setja hita í stéttar og uppkeyrslu. Það væri hot.
Farinn í vinnuna. Komst að því þegar ég las Ófarasögu Hallveigar afhverju ég er svona morgunhress. Það er auðvitað af því að þetta er ókristilegur tími!

Leave a Comment