3

Indælt

Posted December 21st, 2004. Filed under Uncategorized

Allt er þetta nú indælt. Mamma á afmæli í dag. Viðhélt hefðinni og fór með gúmmelaði úr Konditori Copenhagen í morgunkaffið í Kópavoginum og nú á eftir er svo lundaveisla.

Er búinn að senda öll kort. Allur er varinn góður og ég smellti A póstur, par avion líka á innanbæjarkortin. Not the brightest bulb in the box, ha? Fengum jólagjöfina frá bankanum í dag. Ég náttlega kíkti, ekki að þurfi að kíkja mikið í langan, mjóan strigapoka með “Nordic Walker” utaná, en svo var líka bakpoki. Mun stika um Foxvoxdalinn í vor sumar og haust með stafi og bakpoka, fullan af múrsteinum….

Kom við í Nóatúni og keypti helstu vörurnar í jóladagsmatinn. Trúi varla hvað ég er í tæka tíð með allt.

3 Responses so far

  1. Þórmundur says:

    Og kortið er komið! Takk fyrir okkur. Sigurveig sagði reyndar strax þegar hún sá A-póst límmiðann að þetta kort hlyti að vera frá Danmörku 😉
    Okkar kort er á leiðinni. Nær vonandi í tæka tíð.

  2. Það lá beint við að setja þetta í A póst. Allur er varinn góður.

  3. Og ég endurtók það sem ég sagði í sjálfri færslunni. Ég er greinilega farinn að kalka illilega

Leave a Comment