0

Posted December 6th, 2004. Filed under Uncategorized

Færsla fyrir nokkrum dögum var til komin af því að ég var að horfa á DVD af tónleikum í Milton Keynes. Rétt áðan varð ég fyrir ekki ósvipaðri reynslu. Ég á vissulega möguleika á því í framtíðinni að fara á tónleika með Neil Hannon, betur þekktum sem The Divine Comedy, en óvíst er hvort það verður með eins stórri hljómsveit og hann spilaði með í London Palladium í vor. Þvílík snilld.

Neil og Nanci. Þetta eru tvennir tónleikar sem ég verð að fara á. Ætla að drífa mig næst þegar ég á minnsta möguleika á, ekki bara spá í að það gæti verið gaman að fara!

Kortskrif langt komin.

…þetta átti að fara inn í gær, gleymdi að ýta á publish…

Leave a Comment