Jó… hvað?

Posted November 29th, 2004. Filed under Uncategorized

Húsið er orðið hreint (að mestu) og tiltekið (að mestu). Þá má bara fara að skreyta!

Held ég byrji á því að koma upp myndum á veggi. Síðan á ég lítið af skrauti þannig að það er best að fara í leiðangur. Hvaða búðir eru bestar?

Eftirsjá

Posted November 27th, 2004. Filed under Uncategorized

Hvernig gat ég vitað? Hvernig átti ég að vita? Það var ekki eins og þeir væru með sérgigg. Þetta var bara 45 mínútna sett á festivali hélt ég (2 tíma sett í raun) og ég var gunga í að drífa mig á svona stóratburð einn og enginn úr skólanum sem ég þekkti ætlaði. Miklu frekar að fara sérferð næst þegar þeir tækju Wembley.

Hvernig gat ég vitað að 19. júlí 1986 í Köln yrði fyrsta og eina tækifæri mitt til að sjá bestu hljómsveit allra tíma?

21 degi síðar spiluðu þeir á síðustu tónleikunum.

Hlutfall milli þess sem ég sé eftir að hafa ekki gert og þess sem ég sé eftir að hafa gert er svona 90/10.

Afköst

Posted November 21st, 2004. Filed under Uncategorized

Hef haft lítið að segja síðustu 10 dagana. Það hefur fátt gerst, en meira verið gert. Ég er orðin léttveikur af EverQuest bakteríunni, ekki of þó. Gerði mér góðan tossalista í síðustu viku yfir hluti sem hafa setið á hakanum og hef staðið mig vel í að krossa af þeim lista. Eitt það besta að hafa lokið var að færa alla kassana sem voru eftir í bílskúrnum upp í hús og í geymslu. Sé að ég get hent slatta, geri það smátt og smátt, fer í einn kassa í einu. Þetta þýðir auðvitað að ég get núna lagt í skúrnum án þess að hafa áhyggjur af hvað snjór og heitur bíll gerir fyrir rakastigið og hvort það skemmir bækurnar. Hefði samt verið betra að hafa það fyrr í vikunni!

Ætla að vera duglegur í jólaundirbúningi þetta árið. Enga leti! Fyrst er að þrífa og skúra hátt og lágt! Verður að gerast í vikunni. Næsta helgi: Jólakort. Í fyrsta skipti í 2-3 ár! Ætla að nota þetta blogg til að melda success/failure.

Ekki þar fyrir, næsta helgi er dáltið bókuð. Jólahlaðborð á föstudag, aðventukaffi á laugardag og Miracle á Nasa á laugardaginn. Óli Gneisti bendir á að þetta er topp tribjút band. Talandi um Queen. Hver skyldi ráða því að mörg af bestu snemm-Queen rokklögunum detta á fóninn á Radíó Reykjavík rétt fyrir sjö á morgnana. Og það ekki þau þekktustu. Líkar það fantavel.

Snemma morguns

Posted November 10th, 2004. Filed under Uncategorized

Meðan ég man, og svo að það sé skjalfest. Fyrsta jólalagið kom á mánudaginn. Á Stjörnunni. Þá er hún úr myndinni næstu þrjár vikurnar. Létt varaði við um daginn að fyrsta jólalagið kæmi ‘eftir níu daga’. Held að það sé þann 15. Þá get ég hætt að hlusta á hana. Held ég brenni diska til að hafa í bílnum. Og hlusti á Radíó Reykjavík. Þeir verða ekki í svona rugli.

Skyldi EverQuest II vera ávanabindandi?

Fimm bóka dagur

Posted November 7th, 2004. Filed under Uncategorized

Búin að vera ágæt helgi. Skrapp á safnið í gær í fyrsta skipti í nokkurn tíma og kom heim með 10 bækur. Tvær sem ég held ég sé að spara mér að kaupa (Bettý og nýjustu J.Kellerman innbundna). Restin svona bland af þekktu (2 Paretsky og 1 Koontz sem ég á til að kaupa) og SF/F bækur eftir höfunda sem ég hef heyrt af en ekki prófað.

Og í tilefni þess að skv óvísindalegri vefkönnun lesa 46% samstarfsmanna minna 5 bækur eða færri á ári (7% 0, 39% 1-5) er ég búinn að renna mér í gegnum jafnmargar bækur eða fleiri en um helmingur samstarfsmanna minn les á ári. Hillerman, Kellerman, Koontz, Bettý, og Eins konar ég. Það er eiginlega svindl að taka með íslenskar, ég var tvo tíma með þær, Bettý er óttalega þunnur þrettándi. Er svo kominn á bls 100 í Hammerfall eftir C.H.Cherryh, sjáum til hvort ég næ að klára hana í rúminu á eftir.

Væri eflaust búinn að því ef ég hefði ekki farið á hina frábæru B-mynd, Himinkafteinninn og heimur framtíðar núna í kvöld. Meiri háttar flott mynd.

Það er gott að taka svona dag. Er búinn að vera með alltof mikið af bókum í gangi þar sem mér gengur ekki neitt að komast í gegnum. Quicksilver eftir Stephenson er reyndar að ganga ágætlega, en mig hefur vantað smá ákefð í bili. Held hún sé komin núna.

Robert Merrill

Posted November 6th, 2004. Filed under Uncategorized

Rakst á þessa viðbót við eftirmæli um Robert Merrill.
Upphaflega greinin er pay-per-view, og ég er glaður yfir að hafa fundið þessa, en finnst óskiljanlegt hvernig þetta hefur gleymst upphaflega.
Perlukafaradúttinn þeirra Jussi er fallegasti óperusöngur sem ég hef heyrt og minnir mig að auki alltaf á þegar ég fór á Perlukafarana í Sidney. Fjærri því jafn góður söngur og restin af óperunni vel gleymanleg, en að standa í hléinu og horfa útum þessa ofurstóru glugga yfir myrkan flóann og ljósin handan hans er það ekki.

Í augum alheimsins

Posted November 5th, 2004. Filed under Uncategorized

Alveg hreint ágætis grein í Independent

Dagurinn eftir daginn eftir.

Posted November 4th, 2004. Filed under Uncategorized

Demókratar á spjallþráðum blogga þeirra sem ég les eru sumir að jafna sig eftir áfallið, sig á að þetta var ekki beinn þjófnaður í þetta sinnið og hættir að hugsa um að flytja úr landi.

Þess í stað gera þeir sér grein fyrir að nú sem aldrei fyrr er þörf fyrir stjórnarandstöðu. Nú þarf að hamra á öllum veikleikum stjórnarinnar og ekki gefa þeim mínútu frið, hvorki í fjölmiðlum né á þingi.

Verði þeim að því.

Posted November 3rd, 2004. Filed under Uncategorized

Bandaríkjamenn geta búið sig undir herskyldu, sífellt mannfall í Írak næstu fjögur árin, afnám persónufrelsis, nauðgun Alaskaverndarsvæðisins, skattaívilnanir ríkra, aukinn fjárlagahalla, veikari dollar, veikara hagkerfi, alræði ofsatrúarmanna, áframhaldandi réttinaleysi samkynhneigðra og annara sem eru óhreinir samkvæmt biblíunni.

Verði þeim að því.

Fyrir þá sem láta sig dreyma um Hillary ’08, þá eru jafnmiklar líkur á því og Bill verði kosinn ’08. Ain’t gonna happen. Það verður blökkumaður í Hvíta húsinu (Obama?) mörgum áratugum áður en góða og grandvara fólkið í geðveiku ríkjunum kýs konu.