0

Gott partý og annað smálegt

Posted September 25th, 2004. Filed under Uncategorized

Hófið í gær tókst vel, allir skemmtu sér, og nutu góðra veiga. Og ég er næstum búinn með fráganginn. Það er gott að vera ekki þunnur.

Kærar þakkir til Hildigunnar fyrir verðlaunin, hlakka til að hlusta.

Víkingur.Info er komin þokkalega vel af stað, ég næ að uppfæra forsíðuna af og til og spjallið er byrjað að gera sig. Úrslit eins og í gær spilla ekki, frábært að fara með 2 stig úr bæli hins illa.

Annars held ég ég fari ekki mikið úr leisíbojnum í dag, fótbolti, bækur og kjöltukisinn.

Nei, ég er ekki búinn að fá mér kött, þetta er bara nafnið á laptoppnum mínum.

Leave a Comment