6

Ítalska V

Posted September 22nd, 2004. Filed under Uncategorized

Jibbí, ítalskan byrjar í kvöld. Enn og aftur. Af ýmsum ástæðum er þetta í 3ja skiptið sem ég fer í V, en who cares, þetta er hobbí ekki gráðusöfnun. Kannske næ ég að mæta í meira en helminginn af þessum kúrsi.

Grillveisla fyrir deildina á föstudag, allir koma með sitt, plús ég verð með eitthvað meðlæti og aukabita á grillið.

Tillögur að meðlæti? Plís?

6 Responses so far

 1. Hildigunnur says:

  grillaðir maískólfar eru snilld!
  hvar ertu í ítölsku? maðurinn minn er í ítölsku V eða eitthvað þannig í Mími, byrjaði í dag!

 2. Er í Mími, mætti 20:12 í gær, enginn þar! Átti að byrja annaðhvort 20:00 eða 20:10?

 3. Hvað á það að þýða að vera með þetta í einhverjum útihúsum…

 4. Hildigunnur says:

  sagði ég ítölsku V? ég meinti ítölsku X! er örugglega í tímanum á undan þér, byrjar hálfsjö hjá Jóhönnu.
  hei, nú skýst ég á eftir með verðlaunin þín (hananú, nú er ég búin að lofa því!) hvenær verðurðu kominn heim? eða á ég að koma í vinnuna hjá þér?

 5. hm. fer líklega úr vinnunni uppúr fjögur, en þarf að útrétta útaf partíinu í kvöld, reyndar hætt við grillið vegna veðurs, pöntum bara mat.
  á ég ekki að lofa að vera heima kl 5:30?
  Ítölsku X. Lá að…

 6. Hildigunnur says:

  það ætti bara að verða fínt, mæti hálfsex
  ég held að þessi ítölskutími hans jóns sé ekki einu sinni auglýstur, hún talar bara við þá sem voru í tímanum í fyrra og finnur tíma sem allir geta mætt. hópurinn búinn að vera lengi saman og allir þekkjast.
  já, ekki beinlínis grillveður 😆

Leave a Comment