7

Burt með Tjallann

Posted June 24th, 2004. Filed under Uncategorized

Sanngjörn úrslit. Betra og skemmtilegra liðið vann. Undanúrslitin verða skemmtilegri hvort sem þeir mæta Niðurlendingum eða Svíum.

7 Responses so far

 1. Vítaspyrnukeppni er aldrei sanngjörn. Finnst þér annars virkilega að liðið sem átti ekki séns í Grikkland eigi skilið að halda áfram? Auk þess fannst mér vafasamt að dæma markið af.
  Það munaði greinilega mikið um að missa Rooney útaf, snjallt hjá Portúgalanum að fóbrjóta hann.

 2. Kristján says:

  Dásamlegt hvað sumir eru sárir 🙂
  Portúgalir voru miklu skemmtilegri í þessum leik og áttu svo sannarlega skilið að halda áfram.

 3. Ég getur nú svosem skilið það ef mönnum fannst markið ÓK. Sjálfur sá ég einhverja hindun þarna,líklega ekki næga þó.
  Rooney sá sjálfur um að snúa sig, og England kom ekki í sókn allan seinni hálfleikinn í leiknum, nema á 90. mínútu. Ef ég er hlutlaus fyrir, þá á ég erfitt með að halda með svoleiðis spilamennsku

 4. Rooney er ristarbrotinn eftir ad Portúgalinn, man ekki hvad hann heitir, tród a honum. Sem var endursýnt oft í theirri útsendingu sem ég sá. Thótt Rooney sé spretthardur hleypur hann nú ekki upp úr skónum.
  Hvort Rooney hefdi gert gæfumuninn er erfitt ad segja, en thó er ljóst ad Vassell skapar ekki eins mikla hættu vid mark andstædingana.

 5. *hóst*. Já… það er víst rétt. Gamli góði metatarsalinn er að stríða Englendingum aftur. Hvað heitir þetta blessað bein á íslensku? Einhver læknir í lesenda hópnum?

 6. hildigunnur says:

  ég er með einn lækni í mínum leshóp, skal spyrja
  markið var greinilega ólöglegt, við sáum það meira að segja á undan íþróttafréttamönnunum, englendingurinn hélt markmanninum niðri, handleggur yfir öxl, greinileg hindrun.
  ekki hef ég nú trú á því að rooney greyið hafi verið viljandi brotinn, en klárt það munaði um hann. sé nú svolítið eftir englendingunum burt úr keppninni.
  en mikið held ég að becks hafi lækkað á vinsældaskalanum heimafyrir, maður minn!

 7. hildigunnur says:

  það eru nú greinilega fleiri sem eiga ekki séns í grikkland! annars er gríska liðið hundleiðinlegt, ekkert líflegur bolti og allt of mikið sólóspil, hljóta að fara að detta út!
  mínir menn (hollendingar) enn inni! held nú samt að tékkar taki þetta!

Leave a Comment