6

Nýtt leikfang og MR myndir

Posted June 22nd, 2004. Filed under Uncategorized

Var búinn að lofa mér nýju leikfangi þegar ég væri búinn að hreinsa til í tölvuhýðinu, og fékk mér nýjan Epson 1670 Photo skanna í gær. Átti einu sinni gamlan leiðinda SCSI skanna sem var hægur og leiðinlegur, og henti honum þegar ég flutti. Var því búinn að skanna mest af myndunum sem ég tók áður en ég fór að fá myndir á CD en skannaði tvær skemmtilegar í gær. Annars vegar er það fótboltalið MR sirka 1928-9 og svo er það mynd af gamla fjórða bekknum mínum í MR. Ekki viss um að allir bekkjarfélagar mínir þakki mér fyrir þá síðarnefndu 🙂

Fyrir þá sem ekki þekkja okkur, þá erum við pabbi þessir með hárið í öftustu röð!

6 Responses so far

 1. hildigunnur says:

  þið pabbi þinn??? saman í 4. bekk?

 2. Á sitthvorri myndinni.Döh.

 3. Pulla says:

  Með 60 ára millibili ef marka má tískuna.

 4. hildigunnur says:

  annars er ég að lesa feersum endjinn núna, miiikill og stóóór munur frá excession, þó ég sé stundum að lesa hljóðrituðu skoskuna og skilja öll orðin en þurfa að fara til baka fyrir samhengið 😉

 5. Jú jú. Ég varð stúdent 59 árum á eftir pabba, var ári á undan þannig að það voru ekki akkúrat 60.

Leave a Comment