5

Sólstingur

Posted June 8th, 2004. Filed under Uncategorized

Hef verið með sólsting í síðustu færslu…

Til skýringar: Apple búnir að boða blaðamannafund í London 15 *júlí* (ekki apríl) þeas næsta þriðjudag. Því er slegið föstu að tilkynna eigi um iTunes Music Shop (iTMS) Europe. Ég er alveg sjúríklár á því að við fljótum ekki með í því battaríi.

5 Responses so far

 1. hildigunnur says:

  björn minn, ég gæti trúað því að sólin væri að fara illa með þig núna, næsti þriðjudagur er 15 JÚNÍ ekki JÚLÍ 😆
  ég sé reyndar ekki hvers vegna við ættum ekki að geta verið með… kannski ég hringi í stef á morgun og tékki hvort hafi verið talað við þau!

 2. Júní. jáaaa. það er júní.
  kúl.
  *endilega* hringdu í stef. En ég þori að veðja að þessi óbermisvefur tonlist.is er með allt læst í einkasamning. Bæði íslenskt og erlent. Sjá færsluna frá 21.maí og aftur þessa.
  Nú, annars fer ég bara að skoða rússneska vefinn. Hann er eiginlega löglegur, kostar skið og ingenting að kaupa, og eftir að Angel hætti er ég ekki að nota neitt niðurhal að ráði.

 3. hildigunnur says:

  ingibjörg og urður vissu ekki neitt um málið, þuríður og eiríkur í fríi, hringi aftur á mánudaginn. þær vissu ekki til þess að tonlist.is hafi neinn einkarétt, án þess þær þyrðu að fullyrða neitt um það.
  ég hef reyndar ekki trú á því að það sé hægt að tryggja sér einkarétt á svonalöguðu, sérstaklega þar sem þeir bjóða ekki upp á form sem allir geta notað.
  sjáum til!

 4. Mér fyndist það bara skúbb ef við komumst þarna inn. Nógu er manni illa við Stef þó það sé ekki þeim að kenna ef ekki verður af 😀
  Nei, ég held að líklegasta ástæðan fyrir að við verðum ekki inni sé að iTMS nenni ekki að hafa fyrir því að tala við okkur.
  Tala nú ekki um skúbbið ef hægt væri að koma íslenskri tónlist þarna inn, sem nátt’lega á að vera markmið útgefanda ekki satt?

 5. hildigunnur says:

  þokkaLEGA
  var á fulltrúaráðsfundi STEFs um daginn, þar kom fram sú gullna viska að um leið og höfundarréttarsamtök eru orðin vinsæl eru þau um leið á rangri leið 😆
  skulum sjá hvað gerist. spurning um Samtón. kannski ég spyrji Kjartan!

Leave a Comment