0

Sanngjarnt bara, eða hvað?

Posted May 16th, 2004. Filed under Uncategorized

Vel sáttur við úrslitin, var sama hvort það hefði verið Úkraína eða Serbía og Svartfjallaland sem vann, hvort tveggja skemmtilegt. Grikkland fílaði ég ekki, Kýpur stóð sig vel miðað við að hún tók bara þá í söngvakeppninni en ekki danskeppninni sem Wogan varð tíðrætt um. Músíkerinn segir lagið hafa verið lélegt en mér fannst það bara sætt og gott.

Eina sem kom aðeins á óvart var að Belgia var ekki að meika það, var næstum búinn að kjósa hana.

Það er mikið rætt um ‘pólitíska kosningu’ en auðvitað kemur þar hvort tveggja til að fólk með svipaða menningu hefur svipaðan smekk og svo er auðvitað stór faktor hvað eru margir frá landi X í landi Y. Íslendingar í Skandinavíu standa sig alltaf vel, Tyrkir í Þýskalandi, Serbneskir flóttamenn í Austurríki?

Það er loksins að fara með þetta eins og með handboltann, skipting Sovétríkjanna og Júgóslavíu er alveg að eyðileggja fyrir okkur 😀

Leave a Comment