0

Posted May 15th, 2004. Filed under Uncategorized

Það er ágæt ástæða fyrir að ég fæ mér ekki oftar í glas en raun ber vitni. Þett’ er samt í góðu lagi, hað er hægt að sofa næstu nótt, og þá án ofskynjana. Ekki gaman að geta ekki sofnað aftur fyrir þráhyggju til að leysa SQL flækjur úr vinnunni. Þrælgott gærkvöld samt.

Sliding Doors þessa stundina, topp mynd. Mmmgwyneth auðvitað og John Hannah er magnaður. Sé hann samt ekki fyrir mér sem Rebus, ekki séð neina af þeim myndum og held ég þurfi ekki.

Góð helgi framundan. Held ég græji góða tiltekt, ráðist jafnvel á IKEA og Byko og svo er fyrsti stórleikur ársins á morgun. Berserkir halda í Víking á Laugardalsvöllinn, upphitun í Víkinni og læti. Hef ekki verið jafnspenntur fyrir mót í langan tíma, held að Víkingar eigi góða möguleika með að halda sér uppi með mikilli baráttu, og viss um að þeir muni ekki verða langneðstir eins og sumir halda.

Veðjaði m.a.s. um það í gær að við yrðum innan við 3 stigum frá liði sem félli ekki. Veðmál sem ég er viss um að vinna þó við föllum.

Leave a Comment