5

Posted April 20th, 2004. Filed under Uncategorized

Þættinum hefur borist bréf…

Ég er þar borinn þungum ásökunum um að hafa af illgirni mælt með bók til lestrar sem var “tóm steypa”. Ég er að sjálfsögðu alsaklaus af slíkum ásökunum. Hitt er hárrétt að ég mælti heils hugar með bókum Iain (M.) Banks við bréfritara, enda lágu leiðir okkar saman í netheimum fyrir nokkrum árum (sem ég reyndar var búinn að minnast á í löngum tjáningarhala hjá Nönnu). Ég ætla að leyfa mér að giska á hvað um sé að ræða.

Ef gefið er að bréfritari hafi lesið M. lausa Banks bók, þ.e.a.s. ekki vísindaskáldsögu, tel ég með öllu útilokað að um hafi verið að ræða Whit eða Espedair Street sem báðar eru bráðskemmtilegar léttlesningar og þaðan af síður uppáhaldsbókina mína í öllum heiminum, The Crow Road. The Business og Dead Air eru of nýjar (síðustu 3 ár) og alls ekki steyptar. Fyrsta bókin hans, Wasp Factory, er hægt að lýsa með 100 lýsingarorðum áður en nokkrum dettur í hug steypa, enda er helmingur ca. 30 ritdóma sem útdrættir eru birtir eru í kiljunni fordæmingar á ógeðinu. Tær snilld, samt. Song of Stone er meira furðuleg en steypa og þá eru þrjár eftir, The Bridge, Walking on Glass og Canal Dreams, sem hægt er ímynda sér að lesandi geti líkt við steypu. Ég ætla að skjóta á Walking on Glass, enda hún einna skringilegust.

En þarna er um grundvallarmistök bréfritara að ræða enda get ég aðeins sagt að ef það er rithöfundur þarna úti sem mun skemmta mér jafn mikið og Banks þá hlakka ég mikið til.

Ég vil að lokum syrgja Nýjustu tækni og vísindi. Viðurkenni fúslega að ég hef lítið horft á þáttinn, en það hefur alltaf veitt mér ákveðna ánægju að vita af honum. Hugsa að börn og unglingar framtíðar muni gjalda fyrir að finna tæknitilhneigingum sínum ekki farveg þarna.

5 Responses so far

 1. Ian M. Banks vækurnar eru tóm snilld. Use of Weapons er mjög góð, og almennt þessi heimslýsing.

 2. hildigunnur says:

  hehehe 😉
  nei, þetta var vísindaskáldsaga, ég man því miður ekki nafnið á henni, excession kannski, annaðhvort er ég of vitlaus til að ná sambandi við hana eða þá að mig hefur vantað einhvern grunn í heiminn sem hún á að gerast í
  tek það fram að ég les ofboðslega hratt, og sumar bækur þola ekki þann lestrarstíl, hugsa að ég lesi að meðaltali fjórða hvert orð, enda get ég lesið bækurnar mínar aftur og aftur, þar sem ég finn alltaf eitthvað nýtt í þeim.
  er alveg til í að gefa banks annan séns 🙂 kíki á einhverjar nefndra bóka!

 3. hildigunnur says:

  og með nýjustu tækni og vísindi… þetta var náttúrlega einn hornsteina íslenskrar sjónvarpsdagskrár, en ég held samt hann hafi mátt missa sín í þessu formi, þegar elsta dóttir mín (sem gleypir í sig lifandi vísindi og er mjög áhugasöm um vísindi, náttúru og alls kyns fræði) var alveg hætt að nenna að horfa á hann var fokið í flest skjól að mínu mati.

 4. Björn Friðgeir says:

  Ahhhh.
  Ég les nákvæmlega eins og hef jafn gaman að finna eitthvað nýtt í 4ða skipti sem ég les 🙂
  Excession þurfti einmitt tvo lestra, ég var óánægður eftir fyrsta, en fannst hún frábær í annað skiptið.
  Use of Weapons og Player of Games eru bestar af SF bókunum, sem og Feersum Endjinn, sem er frábær, en bara ef þú þolir að lesa bók þar sem helmingurinn er hljóðskrifuð skoska. Feersum Endjinn = Fearsome Engine

 5. hildigunnur says:

  veit ekki hvort ég legg í skoskuna, þar sem ég hef alltaf skilið þetta bókarheiti sem fearsome ending 😆
  en best að kíkja eftir iain (m eða ekki m) banks í næstu bókasafnsheimsókn!

Leave a Comment