0

Posted February 20th, 2004. Filed under Uncategorized

Páll Ásgeir tjáir sig um hjónabönd samkynhneigðra, af því sprettur þessi færsla.

Það eru nú reyndar þó nokkuð af þokkalega stabílum fleiri-en-tveir samböndum þarna úti. Og ef það er erfitt fyrir samkynhneigð pör að koma fjármálum á hreint, þá er það víst þokkaleg martröð fyrir fleiri-en-tvo að gera erfðamál og allt það sameiginlegt.

Hér er umræða sem spratt af skrifum um illa meðferð últra-mormóna á unglingsstúlkum sem fjölkvæni er neytt upp á og þar sem nokkrir í fjölsamböndum tjá sig. Forvitnilegt.

Ég er nokkuð viss um að það væru ansi fáir “vinahópar” sem gætu hugsað sér “hjónaband”, enda væri slíkt hjónaband með svipuðum reglum og nú er, með skyldum og sköttum, erfðum o.fl.

En sem trúleysingja er mér nokk sama um hvað kirkjan leyfir. Það er vandamál hinna trúuð sem vilja ‘cherrypicka’ úr biblíunni hvað þeim líkar við og hvað ekki. Borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra og ættleiðing þeirra eiga hins vegar skilyrðislaust að vera til. Ég er jafnvel til í, þó lögfræðin yrði nokkuð snúin, að leyfa hjónabönd fleiri-en-tveggja, ef um er að ræða “allir giftast öllum og ekki öðrum”

Leave a Comment