Posted January 31st, 2003. Filed under Uncategorized

Og í tilefni af gærdeginum er rétt að taka fram að leikur landsliðsins þá flokkast ekki undir “gott gengi”. Þvílík hörmung.

Posted January 31st, 2003. Filed under Uncategorized

Það lá að. Nú er hún horfin alveg. En ég var framsýnn og geymdi hana. Eftirfarandi var fært mánudaginn 27. sl.:

Það hefur verið nóg að gera í vinnunni, en ekki þó svo að ég hafi ekki getað notið góðs gengis United og landsliðsins.

Ég fór á opið hús á Barnaspítalanum í gær og þótti mikið gaman að sjá hvað aðstaðan er góð. Þegar ég var í 2-3 skipti á barnaspítalanum í denn, nokkrar vikur í senn var staffið frábært (sér í lagi létu þó gangastúlkurnar sér annt um okkur, kannske meiri tími) en aðstaðan þröng og erfið. Þetta verður allt annað. Börn og unglingar eiga mun erfiðara með spítalavist en fullorðnir, þó þetta sé alltaf leiðinlegt og eiga því skilið aðeins betri aðstöðu. Sérstaklega var gott að sjá stórt leikherbergi þeirra yngri og að að unglingar fá sér setustofu. Ég óska Barnaspítala Hringsins velfarnaðar.

Ég er kominn svolítið á veg með þessar 10 bækur sem ég fékk um daginn. Einhver bið á að ég lesi allar, enda m.a. þrjár bækur úr History of Middle Earth (líka þekkt sem Christopher Tolkien gefur út allt sem pabbi hripaði, líka innkaupamiða) Þetta eru bækur sem ég las á safninu fyrir margt löngu og var því aldrei búinn að kaupa í safnið. Datt líka inn í plötubúðir á laugardag. Er búinn að vera að ætla að kaupa plötur í soltinn tíma en alltaf fundið afsökun fyrir að kaupa ekki. Nema núna labbaði ég út með Sigur Rós, Heru, Suede og Avril Lavigne. Og bæti kannske við fljótlega.

Lest þú SF? Tékkaðu þá á Ken McLeod. Klikkar ekki.

Posted January 31st, 2003. Filed under Uncategorized

Þetta er eitthvað skrýtið með síðustu færslu. Fór óvart tvöföld inn, ég reyndi að eyða annarri og núna sést færslan tvöföld á síðunni en alls ekki hér í editeringu.

Posted January 20th, 2003. Filed under Uncategorized

Húsfundir… *hrollur* Í þetta skiptið þurfti ég þó allavega ekki að stjórna fundi, og ef ég dríf mig þá get ég skilað af mér í vikunni. Þá verður gaman. Undanfarnir dagar hafa að miklu leyti farið í að horfa á 5. seríu af Buffy. Buffyhorf mitt mætir afskaplega litlum skilningi hérlendis. Þó er kona frænda míns áskrifandi að láni á diskunum þegar ég er búinn með þá. Enda er hún smekkmanneskja mikil.

Posted January 18th, 2003. Filed under Uncategorized

Var það ekki bara! Diegoal á síðustu mínútunni og Chelsea sent heim með skottið milli lappanna. Þetta stefnir bara í þokkalega helgi. Nenni varla að fara í vinnuna núna, held að nægi ef ég verð allan daginn á morgun… Annars hef ég lítið að segja um landsins gagn og nauðsynjar. Ég hef auðvitað skoðanir á flest öllu en er of latur til að láta þær í ljós opinberlega. Eða varkár. Það mætti halda að ég væri hræddur um að verða pólitíkus…

Posted January 12th, 2003. Filed under Uncategorized

Helgin er búin! Húrra! Húrra! Til að eitthvað gott kæmi út úr henni var ég að enda við að panta mér 10 bækur á amazon.co.uk. Góður endir á … helgi. Horfði annars á eyjaþáttinn áðan. Var í upphafi að kvarta innra með mér að það vantaði meira um nákvæmlega hvernig gosið var, en ætli það sé ekki farið alveg yfir það í Knudsen myndinni sem ég er ekki viss um að ég hafi séð.

Samt hefðu mátt vera dags- og tímasetningar á gosmyndunum svo lítið bæri á. Fínn þáttur.

Posted January 9th, 2003. Filed under Uncategorized

Ég ætlaði að skrifa langa og lærða grein um hvað Herra Karl Sigurbjörnsson hefur rangt fyrir sér í áramótávarpi sínu sem var birt með yfirskriftinni Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi. Ég geri það kannske en læt nægja í bili að biskupinn ruglar saman trúleysi og siðleysi. Ég er ekki heimspekingur, en ég er alinn upp trúaður og hef síðan kastað trúnni og veit því að ég er fullfær um að haga mér á siðaðan og samfélagsvænan hátt án þess að hafa áhyggjur af framhaldslífi, helvíti og himnaríki. Ræða Herra Karls er einmitt það sem við þurfum ekki í fjöltrúar og trúleysis samfélagi, þar sem heimtað er að val standi milli trúar (kristinnar) og trúleysis og að rangt val eyði menningu okkar. Ekki kannske von að PR kirkjunnar leyfi að segja það, en allt sem í raun og veru þarf er gullin regla samfélagsins sem gilt hefur löngu áður en hún var tekin upp af Jesú. “Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður skalt þú og þeim gjöra.” Svo einfalt er það.

Von um framhaldslíf getur eyðilagt líf okkar. Það er nauðsynlegt að gera eins gott úr lífi okkar, samfélags okkar og náungans nú frekar en að láta reka á reiðanum, og bíða þess að okkur verði launað síðar á óræðan hátt.

Að lokum vil ég leyfa mér að benda lesandanum á eftirfarandi: Hvað ef fyrirsögnin hefði verið Islam ógnar mannlegu samfélagi. Hefðu ekki allir hugsandi menn risið upp og mótmælt í nafni trúfrelsis og umburðarlyndis? Af hverju leyfist þá biskupnum að ráðast á mig og þá sem þenkja eins?

Posted January 4th, 2003. Filed under Uncategorized

Kominn tími á færslu og ætli það sé ekki rétt að byrja á því sem mér fannst að Tveggja Turna Tali.

Eins og sást á færslunni að morgni þess 27. des var ég vægast sagt ekki ánægður. Föruneytismyndin var að nokkru breytt frá bókinni en ég sætti mig við það, enda gat ég séð að það væri nauðsynlegt kvikmyndalega séð. TTT var hins vegar of mikið af því óða. Vinur minn einn skrifaði langa grein á Usenet um málið og er eiginlega búinn að segja mest sem ég vildi segja um Gimli (þvílík niðurlæging á virðulegasta og heiðvirðasta karakter bókanna), Þjóðan (andsetning???), ástarþríhyrningum og Faramír. Leo gleymir m.a. “Aragorn er horfinn” bullinu, því hvernig Faramír dregur Fróða til Osgiliað, og Fróði sýnir hringvom hringinn. Ég hef heyrt rökin að þetta plati Sáron til að halda að hringurinn sá á leið til Mínas Tírið, en ég kaupi það ekki. Með að sýna hringinn verður mun auðveldara fyrir Sáron að leita hans.

Það að á Huga hafi ekki komið ein einasta kvartgrein í líkum stíl segir allt um smábörnin þar.

Annars er það þetta með Gimli. Það er talað um “comic relief” og hlátur sé nauðsynlegur og allt það, en þvílíkt Hollywood bull. TTT er, eins og miðja bóka oft, dimm og drungaleg. Það er allt á leið í glötun og hvers vegna ekki bara að sýna það? Og meðan ég man, þetta með “Lethal at short distances” þegar Gimli er á hlaupum er einmitt alveg öfugt. Gimli er ekki snöggur en hins vegar þrautseigur og hefur geysilegt úthalt.

Að lokum vil ég bara segja að Gollrir er frábær og Gríma líka, þó að áhrif þess síðara sé til muna minnkuð með andsetningarbullinu.

Nóg í bili.

Posted January 1st, 2003. Filed under Uncategorized

Gleðilegt nýtt ár! Þakka gömlu!

BANG!