Posted November 30th, 2002. Filed under Uncategorized

Laugardagur til lukku, aðventukaffis og líkleg Jónasar Bands. Annars ætla ég að reyna að hamra mér í gegnum FotR og TTT, bækurnar þeas, til að búa mig undir jólamyndina í ár. Svo þarf aðeins að huga að jólagjöfum og kortum. Er að lesa Eon eftir Greg Bear, góð bók. Ég taldi bækurnar í “byrjaður að lesa eða ætla að lesa” hrúgunni. 24 með ofangreindum. Sumar búnar að vera þar nokkur ár. Ætli þarna sé komið áramótaheitið?

Posted November 28th, 2002. Filed under Uncategorized

Búinn að setja inn geðsýkislegan hlátur (“ha!haha!osfv.”) í tveimur síðustu færslum. Það er greinilega eitthvað að.

Tryggur lesandi hafði samband við skrifara og spurði hvað þessi leikur væri. Svarið er Basel – Manchester United: 1-3

Enn engar myndir.

Posted November 27th, 2002. Filed under Uncategorized

Fékk SMS frá vinnufélaga mínum í gær kl. 19.50. Hann tjáði sig hins vegar ekkert í lok leiksins. Ha! Haha! Hahahaha! Ruud rokkar. Engar myndir settar inn í gær, bara nóg að gera við að horfa á United og fara í næst síðasta ítölskutímann fyrir áramót. Plús aðeins meira af The Office. Ætti að gera þáttinn að skylduáhorfi fyrir allt skrifstofufólk. Ég sé galla mína mjög vel í sumum karakterunum

Posted November 26th, 2002. Filed under Uncategorized

Helginni var eytt í Dyflinni. Nú veit ég ýmislegt um gerð Guinness og Jameson. Og líka hvar besta Guinness í Dublin, og þar með heiminum er að finna. En ég ætla ekki að segja þér það, því ég ætla ekki að hitta Íslendinga þar næst. Haha. Hahaha. Mwhahahaha! Og svo selur uppáhaldspöbbinn minn í Dublin ekki einusinni Guinness.

Náði því miður ekki að kaupa dót. Keypti eitthvað að lesa og horfa á, þó, og er næsta feginn að vinnustaður minn er gerólíkur The Office. Mér þótti mjög við hæfi að hafa keypt Father Ted safnið á Írlandi. Myndir úr ferðinni verða tengdar héðan síðar í dag.

Næstu stórmál á dagskrá:

 • Kaupa og púsla saman nýrri tölvu.
 • Tapa ekki veðmáli í vinnunni. Nánari fréttir 23. desember
 • Plana utanlandsferð. Já, bara eitthvað! Það er ekki hægt að næsta mögulega ferð sé ekki fyrr en í ágúst. Mögulegir áfangastaðir
  • Prag
  • Köben
  • London
  • Washington D.C.

  Sá á kvölina sem á völina

Posted November 16th, 2002. Filed under Uncategorized

Loksins búinn með LotR:FotR:EE. Viðbættu atriðin auðvitað hrein snilld og auka áhrifin, en Fróði er alltaf sama djöfulsins væluskjóðan. Hvernig í ósköpunum verður hann þegar hringurinn og Shelob fara virkilega að draga hann niður? Það þarf eitthvað svipað og The Phantom Edit, þar sem andlitið á honum verður gert hugrakkara í hverri senu, plús að klippa þetta leiðinda tröll út úr myndinni. Fyrir þá sem ekki kunna eðlisfræði, skiptir ekki máli að míþríl springi ekki undan þessum járnkarli sem tröllið rekur í hann, bara þunginn er nógur til að kremja hann í bita.

Posted November 16th, 2002. Filed under Uncategorized

Fyrsta jólalagið datt inn í eyrun á mér í gær. Ég var fljótur að skipta um rás. Nú verður að umgangast Létt FM með mikilli varúð. Ég veit ekki um þig, en það er 16. nóvember og Enn jólin er sirka mánuði of snemma á ferðinni hvað mig varðar.

Posted November 15th, 2002. Filed under Uncategorized

Ég verð að viðurkenna að ég vorkenni manninum óskaplega. Þetta er þokkalega hryllilegt á að líta.

Posted November 15th, 2002. Filed under Uncategorized

LotR:FotR:EE er ótrúlegur gripur. Helgin fer í að horfa á myndina aftur og aftur með eða án hinna ýmsu lýsinga aðstandendanna. Að ekki sé minnst á allt aukaefnið. Plús flottar bókastoðir.

Posted November 13th, 2002. Filed under Uncategorized

Eitt af fáum kostum þess að vera veikur á spítala án þess að missa ráð og rænu, er að hafa nóga tíma til lesturs. Bókavagninn sá til þess að ég las eitthvað á íslensku, hafði gaman af Önnu, Hönnu og Jóhönnu, en þótti Hús úr hús Kristínar Mörju helst til steríótýpískt. Núna skil ég líka þetta. Svo sá frænka til þess að ég er búinn að lesa “jólabók”. Arnaldur klikkar ekki.

Nú ætla ég að fara að lesa meira um Miles Vorkosigan. Og ekki í fyrsta skiptið.

Posted November 11th, 2002. Filed under Uncategorized

Ja það var vitað að það myndi enda með ósköpum. En spítalavist? Það var alveg ófyrirséð. Allur að skríða saman og fölna. Vinnan verður að bíða morguns, a.m.k. Er enn að gera upp við mig hvort var verra, veikindin, eða tapið fyrir bitru blámennunum á laugardaginn. Til lengri tíma er það ábyggilega fótboltinn.

Posted November 4th, 2002. Filed under Uncategorized

Þessi faraldur innan deildarinnar er að verða óviðráðanlegur. Hvar endar þetta?